mánudagur, apríl 21, 2008

Dagur 48 ár 4 (dagur 1508, færzla nr. 675):

"Þetta er hann Jón, hann er með verk," sagði gæinn við mig í auglýsingu um daginn.

Merkilegt nokk, þá var ekki verið að selja verkjalyf, heldur var maðurinn með verkinn að vinna hjá Odda. Hvort hann var með hausverk eða bakverk kom heldur ekki fram, hann bara hafði verk.

Ég er svosem oft með verk líka, þó þeir séu oftast ekki sérlega til þess fallnir að talað sé um. Ég er meðal annars að taka tennur - sem hefur í för með sér áhugaverða verki í tannholdi í hvert sinn sem ný tönn skýst upp á yfiborðið. Það líður svo hjá á svona einni-tveimur vikum.

Bakverkurinn er öllu andstyggilegri, en hverfur þegar ég stend upp á morgnana. Nú, svo ef það er enginn verkur, þá hverfur ahnn ekki. Þá get ég legið þar til ég fæ höfuðverk, nú, eða þar til hungur sverfur að, sem er annar verkur.

Odda gæinn ætti kannski bara að standa upp og fá sér smá göngutúr, þá myndi verkurinn hans minnka. Fá sér kannski eina panódil með.

Að lifa, það er verkur. Nema maður taki þeim mun meira heróín.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli