miðvikudagur, apríl 30, 2008

Dagur 57 ár 4 (dagur 1517, færzla nr. 678):

Útgefandinn lét einhverja stelpu lesa textann hjá mér til að athuga hvort ég hefði ekki rétt fyrir mér með markhópinn.

"Ekki nógu blóðug," sagði hún.

Merkilegt. Alltaf eins, þessir krakkar.

***

Náði í Riffilinn og skoðaði hann aðeins nánar. 1917, Spandau, stendur á honum, og svo er kóróna, og þar fyrir ofan: 1920. Mekanisminn er síðan 1917, hlaupið síðan 1920, held ég. Svo er gert ráð fyrir að hann sé hlaðinn með svona clip, og svo bara skotið þar til ekkert er eftir. Herriffill, sko.

"Ætlarðu að skjóta úr honum eða hafa hann uppi á vegg?" spurði kallinn.

Já. Flott tæki. Jafnvel flottara eftir að köngulóarvefirnir hafa verið fjarlægðir.

Það var fullt af einhverju brúnu efni á honum, allstaðar. Það þvæst af ef ég set á það spritt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli