laugardagur, apríl 12, 2008

Dagur 40 ár 4 (dagur 1500, færzla nr. 672):

Rakst á smá test á blogginu hans Bogga. Þar kemur fram að Toyota Prius eyðir ekkert minna á langkeyrzlu en, ja, töluvert mikilvægari bíll. Dularfullt, eða hitt þó. Bíllinn er reyndar sérhannaður til að vera gridlockd, og stendur sig bara ágætlega þannig - sem sagt kyrrstæður, enda þarf bíll ekkert að vera í gangi við slíkar aðstæður.

En hvað um það: Fífl... hálf... bílgreinasambandið, held ég það heiti, heldur því fram að Íslendingar ættu að endurnýja bílaflotann hraðar, til að aka um á umhverfisvænni farartækjum. Eitthvað í sambandi við útblástur.

Aha?

Þessir gaurar hafa ekki hugsað málið alveg í gegn, held ég, því að bíll sem er tekinn og endurunninn eftir 10 ár er í raun að spúa út meira eitri en bíll sem fær að hanga saman þar til hann er 15 ára, eða betra, til 25 ára.

Þannig er nefnilega mál með vexti, að enginn bíll sem ég veit um eyðir að jafnaði minna en 5 á hundraðið. Og fæstir bílar eru þess eðlis hér á landi. Og á 10 árum er þeim ekið um 150.000 km. Sem gerir ca 15.000 lítra af eldsneyti, eða þar um bil, fyrir ekkert of stóran bíl. Það losar fullt af deadly heilsuspillandi stöffi sem heitir NOX, sem er fullt af efnum sem enginn nennir að telja upp, enda bara of mörg. Svo er þessi meinlausi koltvísýringur sem allir hafa svo miklar áhyggjur af, haldandi að hann muni bræða af þeim skinnið, drepa mörgæsirnar, siga geimverunum á þau og sökkva svo alheiminum í sæ.

En til að bræða upp þetta tonn af málmi + plast og gúmmí, þá þarf örugglega helling af orku, og jafnvel þó notað væri rafmagn búið til með sólarselum, þá væri útblásturinn frá þeirri aðgerð engin hátíð.

Það eru nefnilega tveir frekar áberandi mengunarbroddar á grafi ferils líftíma bílsins: þegar hann er framleiddur, og þegar honum er eitt. Þess á milli er útblástur hans sáralítill.

Það verður til mengun þegar málmurinn er unninn í bílinn, á öllum stigum, þegar hann er ryðvarinn og þegar plastið og málningin er búin til og fest við.
Aftur, þegar bílnum er hend er hann settur í tæki sem mengar, sullar niður smurolíu og hvaðeina, svo er málningin brennd af með tilheyrandi krabbameinsvaldandi útblæstri. (Nei, ekki bara CO2, heldur líka efni sem eru í alvörunni skaðleg) Sér það enginn?

Hvernig væri nú að tefja þann seinni mengunarbrodd, með því að halda bílnum við í 5 ár í viðbót?



Ég hef þá gutta sem vilja að við endurnýjum bílaflotann örar grunaða um græsku. Þeir eru að styðja umboðin, ekki neytendur, og síst af öllu umhverfið. Þett umhverfi er líka bara afsökun allra til að selja vörur nú til dags. Nú, eða heimta pening. Segir ekki Grínpís: "Gefið okkur pening eða landið þitt mun sökkva í sjóinn eins og Atlantis!"? Hvernig er það?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli