laugardagur, apríl 12, 2008

Dagur 39 ár 4 (dagur 1499, færzla nr. 671):

Bíllinn komst í gegnum skoðun. Merkilegt. Þá á hann að endast í ár í viðbót. Enginn tók eftir kælivatnslekanum. En það er ryð-gat. Stórt. Það stækkar þá bara.



Ekkert að þessu.



Ekkert sem ekki er hægt að laga með því að hundsa það bara.



Ekkert sem ekki er hægt að laga með smá teipi.

Ja, minn bíll er ekki boginn, eða skakkur, eða svona ryðgaður - ennþá. Það eru rispur, en ég er bara ekkert að stressa mig á þeim. Svo virðist hann viljugri til að fara í gang eftir því sem hlýnar. Sem er gott. Þá þarf ég síður að ýta. Lét hann standa meira en sólarhring um daginn, og hann skrölti í gang.

***

Annað bílatengt: enginn hefur flautað á mig nú í mánuð þó ég hafi notað stefnuljósin. Hvað veldur?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli