miðvikudagur, mars 22, 2006

Dagur 14 ár 3 (dagur 744, færzla nr. 386):

Ég las í gær lærða ritgerð um smekk. Datt í hug júróvissjón keppnin. Hún er nefnilega ansi slæmur smekkur. Það er nákvæmlega ekkert við þá keppni sem lýsir góðum smekk.

Sjáum til: Silvía Nótt keppir fyrir íslands hönd. Hún er afar smekklaus fígúra. því að hún skyldi vinna var harðlega mótmælt, á afar smekklausan hátt - þetta er keppni í smekkleysi, því ekki að senda pésann sem kærði hana með til tyrlands eða fjarskanistan eða hvar sem þessi keppni er haldin, svo hann geti staðið fyrir utan með mótmælaspjald á meðan. Það yrði mjög smekklaust.

***

Og já, ég er búinn að finna lausn á þessu með herþoturnar:



Íslendingar ættu að hafa efni á eins og fjórum svona.

Og hey, fyrir einungis 4 milljónir á ári get ég tekið að mér að koma á fót her. Ég get ekki lofað því að sá her geri það sem ríkið biður hann um, en það er bara betra. Hann terroriserar engan á meðan.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli