miðvikudagur, mars 01, 2006

Dagur 358 ár 2 (dagur 723, færzla nr. 375):

Útvarpið er hræðilegt. Ekki það að útvarpið í bílnum sé neitt betra eða verra en hvert annað útvarp - þó loftnetið sé svolítið... ofsalega ömurlegt.

Það er bara dagskráin. Af hverju, á morgnana, þegar ég er að reyna að vakna, setja þeir á dagskrá einhverja fávita sem tala um... ekkert. Þeir röfla bara. Afhverju er engin músík. Mig vantar músík.

Og í hádeginu, þá eru þar menn að tala um fótbolta. Það er þá sem ég stilli á kiss fm. Það er þó einhver músík. (Á sumum stöðum í borginni næ ég bara Kiss og rás 2.)

Ég býst við ég megi vera ánægður að vera ekki bara með FM. Það væri hræðilegt. Morgunþátturinn súber. Kjaftæði. Fyrir 10-15 árum var þessi þáttur á Bylgjunni, og hét þá tveir í tunnu eða eitthvað svoleiðis, og var með Gunna helga og hinu fíflinu þarna. Það varð súrt á svona 2 mánuðum, því þeir sögðu alltaf sömu brandarana, spiluðu sömu 4 lögin í sömu röð, og frömdu þess á milli ansi keimlík símaöt.

Þetta er ágætt ef maður er 10 ára, og hefur aldrei heyrt þetta áður, býst ég við.

Ég þarf að fara að redda mé geislaspilara. Þetta er vandamál sem lagast ekkert þó ég láti laga lofnetið.

Já, og varðandi myndina... myndin kemur málinu ekkert við. Mér þótti hún bara flott.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli