fimmtudagur, mars 23, 2006

Dagur 15 ár 3 (dagur 745, færzla nr. 387):

Það er gaman af þessum teljara þarna. Hann segir mér hvaðan fólk sem kíkir við kemur. Flestir koma frá Íslandi, enad ekki við öðru að búast. Það er betra að tala málið, eða að minnsta kosti skilja það á prenti.

Þó eru nokkur hitt frá öðrum löndum, eitt frá Hollandi, sem ég tók eftir, og annað frá Sunnyvale í Kalíforníu. Ég veit ekki hvað það er. Var það ekki staðurinn þar sem Böffí bjó?

Svo er líka hægt að sjá hvernig fólk ratar hingað: flestir klikka á link hjá eyjabloggurum, eða Bogga eða Helga, en þó Þekkist að menn rati hingað af Google. Og hvað þurfa menn að skrifa til að vera vísað til mín?

Nú, pólverjar+páfinn auðvitað. Eða: súkkulaðikaka barnaafmæli uppskrift; eða hlutabréfaviðskifti; eða negotium perambulans eða jafnvel negotium perambulans in tenebris "Psalm 91". ÞAnnig komst sá Hollenski hingað.

Já. Hvort sem þú hefur áhuga á Páfanum eða súkkulaðikökum, ég hef rætt lítillega um þetta allt.

Og dýnamít. Það verða allir að eiga dýnamít. Lífsnauðsynlegt, það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli