þriðjudagur, mars 28, 2006

Dagur 20 ár 3 (dagur 750, færzla nr. 389):

Fréttir. Fyrir nokkrum dögum voru allir með gífurlegar áhyggjur af hve krónan var orðin sterk. Sérstaklega útflytjendur. Við stórtöpuðum á þessu.

Nú er krónan nokkuð sterkari, og þá hafa þær raddir þagnað. En, enn er nöldrað, og aftur vegna meints stórtjóns sem við verðum fyrir vegna þess að krónan hækkar.

Ætlast þessir menn í alvöru til þess að ég taki mark á þeim? Það er sama hvað gerist, það hefur víðtækar slæmar afleiðingar! Einmitt...

Ég er með svo góða áhættudreyfingu hjá mér að ég hef mest lítið tapað á þessari ógurlegu lækkun þarna um daginn. Hvað var það? 10%? Athyglisvert... en mér hefur sýnst að venjuleg, regluleg sveifla margra fyrirtækja á Wall Street og NYSE sé allt að 20% yfir árið, upp og niður.

Nöldur útaf aumum 10%... helvítis kjaftæði. Þetta þýðir bara að við erum komin yfir í eðlilegt ástand. Við höfum aldrei áður séð eðlilegt ástand, það er bara málið. Allt heila landið hefur verið eins og eitt stórt, hrikalega illa reki fyrirtæki fram að þessu.

Þetta mun allt jafnast út á næstu 10 árum ef rétt er á haldið. Ef ekki verður heimsendir fyrr, eða meiriháttar ris fasisma í heiminum, þá ættum við að vera nokkuð vel sett eftir svona 100 ár. Haldið samt ekki niðri í ykkur andanum þangað til.

***

Var að lesa pistil Egils. Þar segir hann að Robert Louis Stevenson hafi skrifað Gulleyjuna fyrir frænda sinn, sem vildi lesa bók sem í væru engar kvenpersónur. Sá kvikmyndina. Tróðu þeir ekki einhverjum kvenmanni inní hana? Man ekki.

Allavega, drengurinn hans Egils vill ekki heldur hafa neinar kvenpersónur, enda nokkuð ljóst mál að þær skemma bara fyrir.

Þá varð mér hugsað til verka H.P Lovecraft. það er hægt að telja kvenpersónurnar í öllum hans verkum samanlagt á fingrum annarrar handar. Þið getið sannreynt það hér.

***

Og aftur að hinni gífurlegu varnarþörf landsins. Afhverju? Því það er í senn afar fyndið og ógnvænlegt fyrirbæri. Fyndið, því tilhugsunin um íslenskan er er svo út úr kú eitthvað, ég get ekki séð fyrir mér né tekið alvarlega nokkurn mann sem gengur í slíkri trúðsmúnderingu sem herföringjaátfittið er. Hverjum erum við annars að verjast? Álfum og huldufólki? Tröllum á fjöllum?

Ógnvænlegt, því vegna skorts á andstæðingum, verða andstæðingar fundnir þar sem stutt er í þá: þjóðin sjálf. Svona a la herforingjastórnin í Síle eða á Spáni hér í denn. Viljum við það? Þið vitið ekki einusinni hvað það var. Allt í lagi, orðum það svona:

Hugsið ykkur að árið sé 2020, og herinn sé kominn á laggirnar, fullur af liði sem er nýfætt núna. Skyndilega er mömmu eins þeirra eitthvað illa við þig, því þú skammaðir hundinn hennar eða sagðir henni að hinn krakkinn hennar væri að rispa bílinn þinn. Þá vill ekki betur til en svo að þú rankar við þér einn daginn uppi í þyrlu einhversstaðar á sveimi langt úti fyrir ströndum landsins, bundinn á höndum og fótum, á meðan bólugrafinn idjót glottir yfir þér, og segir: "Þú angrar ekki mína mömmu aftur" áður en hann lætur þig falla...

Og með þessari hugljúfu sögu segi ég bless að sinni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli