
Eða kannski ætti ég að bíða eftir hardcover útgáfunni? Hmm... Ég get beðið í tvær vikur eftir því.
Ég ætlaði að skrifa eitthvað annað, en gleymdi því...
Annars var ég að hlusta á eitthvert fíflið tjá sig í útvarpinu um daginn. Vildi láta rífa húsin á varnarliðssvæðinu, því það hefði svo slæm áhrif ef þau kæmu á markað. Og ég velti fyrir mér: hvernig hefði það slæm áhrif? Þá fengjum við upp í hendurnar það sem okkur vantar: ódýrt húsnæði.
Sumir vilja bara ekkert ódýrt húsnæði, og eru tilbúnir til að berjast gegn öllum hugmyndum um slíkt með kjafti og klóm.
Ég persónulega treysti þessu liði ekki fyrir verðmætum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli