föstudagur, desember 01, 2006

Dagur 267 ár 3 (dagur 997, færzla nr. 490):

Nú á að fara að smíða nýtt varðskip, 4 sinnum stæra en öll hin gömlu samanlagt. Og Þetta á að gera í Chile, og mun kosta skv áætlun næstum 3 milljarða. (Sem þýðir 6 milljarðar vegna þess að þetta er nú einusinni ríkisdjobb). Og það er svo marg athugavert við það... svo ég telji up hvað það er:

1: Landhelgisgæzlan hefur ekkert verið neitt að drukkna í peningum til þessa, svo hvaðan munu þeir fá pening til að reka þennan dall?

2: Afhverju í Chile? Afhverju ekki hér á landi? Þeir munu ekki vera að reisa Kárahnjúkavirkjun til eilífðar, þið vitið. Allt sem er smíðað á Íslandi á vegum ríkisins er gott fyrir efnahaginn, að ég tali ekki um ódýrara fyrir Ríkið.

3: Ef eitt 4000 tonna skip kostar 3 milljarða, hefði þá ekki verið betra að fá 2 2000 tonna skip fyrir sama pening? Eða 3 1300 tonna? Svo mörg skip gætu patrólað miklu stærra svæði.

4: Hvað með þyrlurnar? Nú er það svo að stundum eru þær allar í viðgerð þegar á þarf að halda (sjá athugasemd #1). Hvernig væri að fá eins og eina þyrlu í staðinn, og nota afganginn af peningunum til að halda við gömlu bátunum.

Hvað mun svo standa á hliðinni? "Coastguard"? "Kystvakt"? Eða jafnvel "Polish"? Það mun verða athyglisvert. Kannski mun það standa á Portúgölsku eða Spænsku, eða hvaða mál sem þeir eiginlega tala þarna í Chile. Kannski: "Eu perdi minha carteira"?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli