laugardagur, desember 23, 2006

Dagur 289 ár 3 (dagur 1019, færzla nr. 499):

Ég komst til eyja með síðustu vél. Það var hálka á leiðinni útá Bakka. Komst að því fyrir tilviljun. Það er alveg ferlegt hvað það er mikið vesen að komast hingað. Maður getur farið með flugi, og lent í að þurfa að bíða nokkra daga eftir að það verði fært - vegna þess hvar völlurinn í eyjum er staðsettur þarf ekki mikið rok úr rangri átt til að það verði ófært. Það væri náttúrlega hægt að slétta sæfellið út, það myndi laga þetta aðeins. Nota grjótið í brú uppá bakka. Það myndi ná svona 100 metra út.

***

Það er Þorláksmessa, skilst mér. Skötu er hótað.

Jæja, þá er bara að fara að glápa á sjónvarpið, missa allt tímaskyn og snúa við sólarhringnum. Þið vitið, venjulegt jólastöff.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli