miðvikudagur, desember 27, 2006

Dagur 293 ár 3 (dagur 1023, færzla nr. 500):

Jólin eru góður tími til að vaka alla nóttina, sofa á daginn og borða ekkert nema nammi, drekka bara gos og gera ekkert nema spila tölvuleiki.

Sem útskýrir hve undarlega mér líður núna.



Það er vinsælt núna að gefa fólki byssu. Illugi fékk riffil,
Guðni hennar Kristínar fékk haglabyssu. Það var víst smá maus. Það gleymdist hinsvegar að redda Guðna ammó, þannig að ef einhver á nokkur 12 ga. skot sem hann má missa, þá getiði haft samband við hann svo hann geti nú prófað hólkinn.

Hmm... hvernig væri að gefa Birni AA eldflaugabyssu? Mér skilst að Stinger séu góðar. Eða handsprengjur. Þær eru góðar á rjúpu - eða fisk.


Jæja. Það er að byrja matur. Kjöt sko. Prótein. Og B-vítamín. Þarf prótein og vítamín. Og fitu. Allar gerðir af fitu, það er svo lítil fita í blóðrásinni hjá mér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli