fimmtudagur, desember 14, 2006

Dagur 280 ár 3 (dagur 1010, færzla nr. 496):

Fékk þetta ímeil:

"Ásgrímur Hartmannsson
Langholtsvegur 154 RKV

English version below.

Þú hefur fengið úthlutað íbúð á stúdentagörðum.

Einstaklingsíbúð 208 á 2.Hæð, Suðurgata 121 ( Skerjagarður );
Leigutímabilið er frá 2007-01-09 til 2007-08-31

Vinsamlegast farðu á www.studentagardar.is og notaðu tilvísunarnúmerið þitt, þar
getur þú staðfest þessa úthlutun eða hafnað henni.

VINSAMLEGA HAFNIÐ STRAX EF LJÓST ER AÐ EKKI HENTAR AÐ ÞIGGJA ÍBÚÐ/HERBERGI AÐ
ÞESSU SINNI!!!

Athugið að þetta verður að gerast innan þriggja daga frá dagsetningu þessa bréfs
að öðrum kosti fellur úthlutun þessi úr gildi.
Ef þú samþykkir þessa úthlutun biðjum við þig að hafa samband við skrifstofu
Stúdentagarða sem allra fyrst til þess að undirrita leigusamning.

Kveðja,
Skrifstofa Stúdentagarða
studentagardar@fs.is
Sími: 5 700 800"


Aha... frá Janúar til Ágúst. Sorry, með íbúð þann tíma nú þegar, fyrir minna. Hvernig hefði nú verið að láta mig fá eina frá 1 ágúst á þessu ári þartil á því næsta? En ekki yfir sumarið, að miklu leyti. Lendi þá í veseni aftur næsta vetur, held ég.

Þetta pakk. Er enn nr. 9 á biðlista. Á eftir einhverju Reykjavíkurpakki sem býr nú þegar Í REYKJAVÍK!

***

Fjárfesti í klósetthreinsiefni í gær. Varð að gerast. Tók eftir því að í þessum hreinsiefnum eru 5% ójónísk efni. Ég veit ekki með ykkur, en "5% ójónísk efni" hljómar svona álíka deadly og suðusúkkulaði. "Jónísk efni" hljóma strax miklu meira framandi og eitruð. Svona eins og suðusúkkulaði með karamellu.

Og þau eru ekki nema 5%. Afsakið, en bjór inniheldur bara 5% alkóhól, og við vitum öll hve mikinn bjór þarf til að finna almennilega á sér. Minnst líter. Berum það saman við 12-14% rauðvín, sem þarf ekki nema 2-3 glös af til að verða mollý, eða 40% vodka sem gerir mann góðan eftir eitt glas. Hvernig væri þá að vera með minnsta kosti 40% af þessum ójónísku efnum á þessa gerla?

Og þessu hreynsiefni eru öll umhverfisvæn. Hvað á það að þýða? Að þau eru bara holl fyrir gerlana í klósettinu? Ég þarf það ekki. Ég ætlaði að fara og fjöldamyrða nokkra gerla í sínu náttúrulega umhverfi með eiturefnum, og þá fæ ég bara umhverfisvæn efni í hendurnar. Jæja. Hvað gera þau, þessi umhverfisvænu efni? Gera gerlunum ljóst að nú þurfi þeir að færa sig um set?

Nei, ég er ekki viss um að þetta virki. Ég held að vænlegra til árangurs væri að nota efni sem eru beinlínis skaðleg sínu nánasta umhverfi. Til dæmis Díoxín! Það væri flott. Drepur gjörsamlega allt. Eða jafnvel betra: geislavirkan úrgang! Já! Hella smá kælivatni úr einu af þessum fjölmörgu kjarnorkuverum í evrópu á þessa gerla! Hah! Og á eftir mun ég aldrei þurfa að kveikja ljósið á salerninu.

Svo væri skoðandi að nota tæknilegri aðferðir. Ég gæti til dæmis fengið Reyni til að útbúa örbylgju-sótthreinsikerfi á salerninu. Ég bara kveiki á því öðru hvoru, og allt pleisið dauðhreinsast. Gæti döbblað sem risa-örbylgjuofn ef ég fæ marga í heimsókn.

Það er margt sem gæti virkað.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli