fimmtudagur, apríl 01, 2004

Dagur 28:

Tók eftir því núna að ég gleymdi mikilvægasta atriðinu þarna í gær: Nefnilega þessu með olíuna.

Þó olía sé alltaf góð og fín og allt það, þá er hún samt ekki 100% af ástæðunni fyrir styrrjöld kanans í Írak. Sennilega aðeins 50%. Afgangurinn er Fíflagangur í evrópumönnum. Liði sem kann ekki að heyja stríð frekar en ég kann að tala frönsku. Hryðjuverkamenn eru enginn hluti af dæminu, heldur eru þeir ímyndun, bara til að höfða til vitleysinga. Hvaða heilvita maður heldur eiginlega að Saddam fasisti sé eitthvað að púkka uppá einhverja terrorista sem eru engir sérstakir vinir hans?

Jú, þeir voru búnir að troða Írak í duftið, allt í lagi. Þeir sýndu frammá að stærsti her í heimi var bara stór her, ekkert meira. Þeir sýndu hverjir áttu bestu græjurnar.

En þeir unnu ekki. Neibb. Eins og til forna, þegar þeir gleymdu að vinna fyrri heimstyrrjöldina. Svo settu þeir bara á viðskiftabann, sem var ekkert virt, og voru bara að dunda sér við að hafa í hótunum. Hótununum var svo fylgt eftir með hangandi litlafingri, svona öðru hvoru. Akkúrat nógu lítið til að enginn fyndi fyrir því nema akkúrat sá sem fékk sprengjuna (í eintölu) í hausinn.

Og með allar þessar hótanir í gangi, sem ekkert mark var tekið á, því þeim var ekki fylgt eftir, var trúverðugleiki UN smám saman að hverfa út í bláinn. Hugsiði: ef þið eruð á daglegu vappi, og alltaf kemur upp að ykkur krakki sem segir hótandi: Ég kýli þig ef þú gengur hérna aftur. Og þið hafið gengið þar um hundrað sinnum, og alltaf segir krakkinn það sama. Takiði mark á honum? Auðvitað ekki.

Og ef enginn tekur mark á hótunum þínum, vegna þess að allir vita að þú fylgir þeim ekki eftir í verki, þá hefur þú engin völd.

Þannig að ef UN átti að geta verið trúverðug valdastofnun varð einhver að taka sig til og fylgja hótununum eftir. Allt annað hefði bara verið að ala á vantrausti, og allskonar minni einræðisherrar hefði getað vaðið uppi með vitleysu, alveg öruggir í þeirri fullvissu að UN myndi ekki gera þeim neitt mein þó þeir hundsuðu það batterí og ályktanir þess alveg.

Friður á jörð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli