fimmtudagur, apríl 29, 2004

Dagur 56:

Er geimurinn óendanlegur, og óendanlega fullur af stjörnum?

Sumir segja, að ef geimurinn væri óendanlega fullur af stjörnum, þá væri næturhimininn hvítglóandi, og hvergi svartan blett að sjá. En væri það svo? Ímyndum okkur heiminn aðeins óendanlega fullan af stjörnum:

Nú er það svo, að massi getur dregið að sér ljós, beygt það og sveig á ýmsa kanta. Svarthol, td, sjást ekki, því þau draga að sér allt ljós. Svo ef ljósgjafi er í 10.000 milljarða ljósára fjarlægð, þá er eins víst að ljósið frá honum sé dregið að og frá öðrum hnöttum, aðeins til að sameinast sem ein tíra á himni, svo líti að við vart greinum hana, með nóg af svörtu á milli.

Annað: það er ekki eins dimmt þarna úti og þið haldið. Himnarnir eru í raun þaktir geislum. Reyndar sá ég einhversstaðar að geimurinn er í raun brúnn, ljósbrúnn, á litinn. Og hvernig eru vel-flestar plánetur í sólkerfinu á litinn? Brúnar. Svo er ekki eins víst að himininn sé þakinn stjörnum? Við bara greinum þær ekki sem slíkar. Þær eru bakgrunnur.

Að vísu er tunglið svart. Það glampar bara svona á það í sólskininu.

Sé Hubble beint að auðum bletti á himnum, kemur í ljós að sá blettur er ekki svo auður. Það er fullt af litlum ljósum, sem við nánari skoðun eru kannski ekki svo lítil, að minnsta kosti miðað við Heimaklett.

Er til eitthvað sem er fjarlægasta stjarnan? Ef heimurinn er óendanlegur, og í honum er óendanlegt magn efnis sem er safnað saman í stjörnum, þá er ekkert víst að svo sé. Þá er alltaf eitthvað þarna hinumegin.

Jæja. Ætli það sé ekki samt best maður haldi sig hér eftir við stjörnuþokur sem maður getur skilið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli