mánudagur, apríl 05, 2004

Dagur 32:

Þá eru fermingarveizlurnar byrjaðar. Og serímóníur þeim fylgjandi. Var í einu svoleiðis setti í gær. Þurfti nefnilega að taka upp serímóníuna. Krakkinn gretti sig og yggldi allan tímann. Þegar við skoðuðum það um kvöldið minnti það svolítið á Mr. Bean.

Krakkinn dansaði. Hann nagaði bókina. Hann boraði í nefið. Það var greinilegt að honum drepleiddist allan tímann. Á einhverjum tímapúnti hneppti hann frá efstu tölunum í kuflinum sem hann var dubbaður upp í. Svo þegar átti að standa, stóð hann þarna með krosslagðar hendur, og vaggaði á fótunum.

Við ultum af hlátri þegar við horfðum á þetta eftir á.

Matur... jum. Laxinn var svolítið vanreyktur samt. Mig grunar sterklega að honum hafi bara verið skellt inn í reykherbergið yfir nótt. Annað hvort það, eða þá hann var bara spreyjaður appelsínugulur. Allt hitt var eins gott og það gat verið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli