föstudagur, apríl 23, 2004

Dagur 50:

Datt í hug að angra ykkur í dag með þessu. Þið getið dundað ykkur við þetta í sumarfríinu. Að láta sér detta þetta í hug, það er snilld, á sinn geðveikislega hátt. það er ekki fjör fyrr en einhver forn illska hefur verið særð fram.

Og svo er komið sumar. Og af því tilefni var bara skaplegt veður í gær. Ég vann hinsvegar ekki það sama glapræði og hann Helgi fosseti, að hanga inni í dimmu bíói og glápa á sjónvarp í eitt af þeim örfáu skiftum er sól skín á himnum yfir árið. Sóun á landsins gæðum er það. Það er alltaf hægt að hanga inni í rigningu.

Hmm. Man eftir því, óljóst þegar ég var að vinna hjá bænum. Það voru þarna einhverjir gaurar, sem voru alltaf vaktir upp löngu fyrir háttatíma til þess að slá grasið. Oft í rigningu. Það rigndi stanslaust aðra hverja viku það sumarið, og var sól aðra hverja. Þegar þeir voru allir saman, voru þeir háværir, stoltir af því að vinna við að þeyta upp blautu grasi, stundum í bland við hundaskít. Allt fór þetta að sjálfsögði beint í andlitin á þeim, þannig virkar vélorfið. En þegar þeir voru einir, þá kvörtuðu þeri yfir hve ferlegt það var að vakna fyrir allar aldir til þess að þeyta köldu og blautu heyi yfir sig.

Svo, ef maður slær nógu lengi, nötra hendurnar allan daginn á eftir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli