þriðjudagur, apríl 27, 2004

Dagur 54:

Jörðin snýst enn umhverfis sólina, eftir ekki alveg sporöskulaga eða egglaga hringferli, heldur meira svona beigluðum gormlaga ferli, og tunglið þar umhverfis, og eins er ástatt fyrir því; það fjarlægist jörðina um 1 tommu eða svo á hverjum hring sem það fer umhverfis jörðu, svo á endanum mun það týnast einhvert, flytjast kannski til mars.

Svo er tunglið langt frá jörðu. Hvað er jörðin, 20.000 kílómetrar í þvermál? Og tunglið er 1/4 af stærð jarðar, þ.e allri stærð, finnið út úr því. Svona svipaður munur og á tíkalli og fimmkalli, giska ég á. Tunglið er að mér skilst í 250.000 mílna fjarlægð frá jörðu, þ.e 400.000 kílómetra fjarska. Sem er langt í burtu. Bílum er yfirleitt hent áður en þeir ná 250K markinu. Nema Bens og jeppum.

Svo við höfum tíkall og fimmkall. Setjum tíkallinn á borð, og segjum að hann tákni jörðina. Setjum fimmkallinn við hliðina, og segjum að hann tákni tunglið. Höfum 40 sentimetra bil á milli þeirra, og þá sjáiði hvað langt er frá jörðinni til tunglsins, í réttum hlutföllum.

Og nú skulum við hugsa: menn fóru þangað.

Og við skulum líka hugsa: Ekki kaupa þetta geimskip af þeim, það er allt of mikið ekið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli