þriðjudagur, apríl 13, 2004

Dagur 40:

Hann er kominn aftur, maðurinn sem sletti skyrinu á þingheim. Helgi Hó. Ég kom auga á hann þegar ég var á leiðinni hingað. Hélt hann væri kominn á elliheimili.

Hann hélt á priki, með skilti áföstu. Sá ekki hvað stóð á því. Skiftir ekki máli. Alltaf sami boðskapurinn.

Hef svolítið verið að velta fyrir mér afhverju þeir geta ekki bara gert það sem hann byður um. Vantar fordæmi, segja þeir afsakandi. Hvernig halda þessir jólasveinar að fordæmin verði til? Þau spretti upp, á prenti kannski? Nei. Kallinn er ekki að byðja um neitt ólöglegt. Hann vill bara vera skráður trúlaus. Sé ekki vandamálið. Það þarf bara að búa til eitt fordæmi eða svo.

Ekki fæ ég séð að það yrði af því einhvert vandamál.

En, nú er það svo, að vér erum öll umkringd vitleysingum, sem sjá vandamál þar sem engin eru fyrir. það er furða að þetta lið komist á fætur á morgnana.

Jólaálfurinn stæði upp um morguninn, og finnur að gólfið er svo kalt, að það stenst ekki reglur ESB um hlý gólf á morgnana.
"Ó vei! Gólfið er kalt! Ég kemst ekki upp!"
Svo hringir síminn, og það er vinnuveitandinn:
"Ertu veikur?"
"Kannski. Ég þarf kannski prósak, og ritalín og panódil."
"Flensa?"
"Nei. Vélindabakflæði. Ég get ekki andað."
"Hvernig geturu þá talað við mig?"
"Þetta er bara búktal."
"Ó... Kemuru á morgun?"

Að lokum sverfur hungrið að Jóaálfinum. Hann drattast á fætur, þrátt fyrir köfnun sökum vélindabakflæðis og skorts á geðlyfjum, og vill fá sér eitthvað að borða. Hann tékkar inn í ísskápinn. Hann ætlar að fá sér brauð, en sér að það er fullt af E-efnum. Bæði A og B vítamíni. Nú er illt í efni. Kannski ef hann setur kotasælu á það, þá vinna hin hættulegu E-efni ekki á honum.

Hann áræðir að fá sér appelsínusafa. Nýjan evrópskan appelsínusafa. C-vítamínskertan, of course. (C-vítamín er eitrað skilst mér, óætur andskoti, ekki evrópumönnum bjóðandi. - því til sönnunar bendi ég á, að skv evrópskum reglugerðum, má ekki vera C-vítamín í vissum neyzluvörum, svo deadly er það.) Okkar maður hefur blæðandi góm, merki mikillar heilsu. Sýnir að hann hefir látið vítamínið eiga sig.

Jólaálfurinn snæðir morgunverð, og uppúr hádegi finnst honum hann sé upplagður til að halda til vinnu. Hann hoppar upp í bíl og fer af stað. Þarf að stoppa á öllum ljósum á leiðinni, vera miðlægur á götunni, aka undir hámarkshraða, í fyrsta gír. það er svo gott fyrir olíufélögin, svo gott fyrir apótekin, svo gott fyrir partasölurnar. Stuðlar að hagvexti.

Á leiðarenda er jólaálfurinn kominn með tak í bakið, verk í liðþófa, gömul íþróttameiðzl eru að taka sig upp. Þarf meira panódil, mogadón, laudanum. Ah, íþróttir, bæta geð og þrótt allan, halda við líkamanum alla ævi. Sérstaklega handbolti og fótbolti. Slitin liðbönd, allir þurfa svoleiðis. Gott fyrir hagvöxtinn. Eymzl í nára, offita. gott stöff. Nota bara herbalæf og vera á atkins.

***

Greinilegt að ég hegða mér ranglega. Kem ekki til með að snæða panódil með morgunmatnum, eða nota herbalæf. Hleyp ekki í spik heldur. Svona er að vera antísportisti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli