laugardagur, apríl 10, 2004

Dagur 37:

Kominn úr langferðum. Var eltur stuttlega af tröllum, en það var svo kalt á fjöllum að þau frusu, á alfaraleiðum uppi á heiðum. Þurfti að fara gengum 2 göng. Einbreið, ein mjó. Það er mikið af breiðum brúm á leiðinni líka.

Ein breið brú, tvær breiðar brýr, þrjár breiðar brýr... önnur breið brú... fullt af þessu. Verst að þær eru ekki breiðari en svo að ekki er hægt að mæta bílum ofaná þeim. Meira segja eru þær svo mjóvar að sérstaklega er varað við þeim á leiðinni. Ein breið brú framundan. Já. Ekki mjó brú, breið brú. Já. Sem hægt væri að mætast á værum vér öll hestgangandi.

Hlýtur að vera hér á ferðinni sama fíflið og sauð saman vegi innan RKV.

Svo fórum við ferðafélagarnir til frænku og hún spáði fyrir okkur. Við erum víst öll að fara í langt ferðalag, og svo munum við eyða fullt af peningum. Já. Við fórum einmitt öll til Ólafsfjarðar, og héldum uppi ekónómíinu þar, og það kostaði fullt af moulah. Svo þurftum við að keyra til baka, og það var langt ferðalag skal ég þér segja.

Þessi frænka mín veit hvað hún syngur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli